Var sjálfri sér verst

Punktar

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur átti sjálf mikinn þátt í að hrista af sér fylgið. Gat ekki leitt huga fólks að framförum kjörtímabilsins, þegar þjóðin lyftist úr gjaldþroti í bjargálnir. Sundurlyndið var Akkillesarhællinn. Þar kom ýmislegt við sögu. Ofuráherzla Jóhönnu á aðild að Evrópu var ekki til vinsælda fallin. Verra var, að nokkrir þingmenn Vinstri grænna og jafnvel ráðherrar voru í raun framsóknarmenn. Grófu undan stjórninni og gerðu hana óstarfhæfa. Ríkisstjórnin neitaði að viðurkenna lýðræðishallann og hélt út heilt kjörtímabil með tilheyrandi fylgistjóni. Hún var sjálfri sér verst.