Vantar rödd fátækra

Punktar

Vel ráðið er hjá þremur minnihlutaflokkum á alþingi að mynda málefnabandalag. Þeir eru allir breytingaflokkar, öfugt við kyrrstöðuflokka meirihlutans. Píratar, Samfylkingin og Viðreisn eiga margt sameiginlegt, miklu frekar en þeir, sem skipa ríkisstjórnina. Stjórnarskráin, kvótakerfið, landbúnaðarkerfið og viðræður við Evrópu eru sameiginleg stórmál. Mér þætti gott, ef Inga Sæland frá Flokki fólksins fengi aðild að þessum klúbbi. Þar þarf að vera hrein rödd fátækra. Húsnæðislausir, láglaunafólk, öryrkjar og öldungar hafa sterka rödd í þeim flokki. Mundi bæta mynd þriggja flokka, sem myndaðir eru af miðstéttarfólki og skortir rödd almennings.