Vantar Franco og Mussolini

Punktar

Sjálfstæðisflokkinn vantar sinn Franco eða Mussolini. Er foringjaflokkur, ekki málefnaflokkur. Flokkur, sem fylkir sér um foringja sinn og lætur hann segja sér, hvað gera skuli. Geir er of hræddur til að vera foringi, fer í felur. Foringjar voru hins vegar Bjarni Ben og Davíð Oddsson. Á valdaskeiði þeirra líkaði Sjálfstæðismönnum lífið. Að því leyti er flokkurinn svipaður ítölskum fasistum og spánskum falangistum. Slíkur flokkur passar í okkar samfélag, sem er smátt og pínulítið fasistalegt. Íslendingar trúa á klisjur á borð við Stétt með stétt, helzta vígorð Flokksins og ítalskra fasista.