Vanstilltur forsætis

Punktar

Augljóst forgangsverkefni Seðlabankans er að kanna „óumbeðið“, hvaða áhrif „stærstu skuldaaðgerðir í heimi“ hafi á verðbólgu og hagþróun. Annars gæti bankinn ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu sem vaktari verðbólgu. Sigmundur Davíð óttast þetta forgangsverkefni. Á þá að bera harm sinn í hljóði, ekki bera hann á torg. Forsætisráðherra okkar hefur frá upphafi verið snarvilltur í heimi efnahags- og fjármála. Orðinn svo vanstilltur og kvartsamur, að hann ræðst á opinbera stofnun fyrir að vinna vinnuna sína. Eilíft væl hans um, að allir ofsæki hann og draumsýnir hans, mun óhjákvæmlega enda með skelfingu.