Vanhæf stjórn fallin

Punktar

Fallin er ríkisstjórn George Bush. Heimsins heimskasta ríkisstjórn næst á eftir ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Bandaríkin hefja ekki ný stríð í þriðja heiminum. Sú stefna verður aflögð að drepa fólk til að frelsa það. Sú stefna verður aflögð að halda að sér höndum, þegar sjór kaffærir New Orleans. Hrokafullt þríeyki heimskunnar, Bush-Cheney-Rice, er orðið að sagnfræði, fjarri verkefnum heimsins. Bush keyrði Bandaríkin fram á brún hinnar óheftu nýfrjálshyggju. Eins og Davíð og Geir keyrðu Ísland fram af sömu brún. Nýfrjálshyggjuliðið er horfið þar, en hangir hér enn við völd.