Vandinn deyr ekki með Bush

Punktar

George W. Bush hefur verið á ferðalagi um Evrópu án þess að menn hafi tekið eftir honum. Evrópsk dagblöð hafa misst áhugann á honum, hafa afskrifað hann, hlusta ekki á hann. Þau skrifa bara fagnandi um Barack Obamba eins og að hann hafi þegar verið kjörinn forseti. Þau munu komast að raun um, að kosning hans jafngildir ekki himnaríki í samskiptum Vesturlanda. Einkum verður skellurinn harður fyrir þýzka fjölmiðla. Þeir hafa kennt Bush um allt, sem aflaga hefur farið í heiminum. Sagt hann fávita og glæpamann. Það er að vísu rétt, en er samt ekki fullnægjandi lýsing á flóknum veruleika.