Vandamálafræði á forsíðu

Punktar

Helgi Gunnlaugsson vandamálafræðingur telur óhæft að setja fimmtán ára ungling á Litla-Hraun. Þótt sá sé gamall síbrotamaður, sem gengur vopnaður til verka og er hættulegur lífi og limum. Fræðingurinn lýsir skoðun sinni á forsíðu Moggans. Helgi talar ekki um fólkið, sem verður á vegi vopnaðra síbrotamanna. Hann spyr ekki, hvort við viljum sjá fyrir okkur, að fólk loki sig inni af ótta við glæpamenn. Spyr bara um heill glæponsins. Vont er að setja unga menn á Hraunið, en verra er að láta vopnaða síbrotamenn ganga lausa. Fangelsun er ekki lækning, heldur útlegð.