Vandamálasérfræðingurinn Hallfríður Þórarinsdóttir vill taka upp ensk orð í stað íslenzkra. Samkvæmt forsíðufrétt Fréttablaðsins á föstudaginn vill hún “integration” í stað “aðlögunar”. Þetta kann að vera rangt eftir haft, svo vitlaust er það. Það minnir á vandamálafélög, skírð erlendum skammstöfunum, svo að enginn móðgist. Út eru rekin orð á borð við eyðni og hvítblæði og krabbi, þykja of ruddaleg. Sýna á virðingu með því að taka upp erlend orð og skammstafanir. Það er angi af fjölmenningunni. Vandamálafræðingar eru komnir á hratt skrið. Kominn er tími til að stöðva vitleysuna úr þeim.
