Valtið yfir bófaflokka

Punktar

Hvernig skal meta, hversu mikið málþóf hæfi umræðu um nýja stjórnarskrá? Á að miða við fimmtíu klukkustundir eða kannski hundrað? Á að taka tillit til þess, hvort bófarnir tala um stjórnarskrána eða bara um daginn og veginn. Af því, sem á undan er gengið, er líklegt, að innihald umræðunnar rýri enn veg og virðingu Alþingis. Foringjar bófaflokkanna á Alþingi hafa dregið leifar þessarar virðingar fram og aftur um svaðið í nokkur ár. Höfnum eindregið samningi við bófa um skert framsal réttinda frá greifunum til þjóðarinnar. Millileið er ófær í stjórnarskrármálinu. Valta verður yfir bófaflokkana.