Valsað milli góðbúanna

Ferðir

Ég hef áður sagt ykkur frá fínni gistingu í Bruxelles á Chez Dominique, rétt hjá Grand Place, á €100 nóttin. Frábær gisting er líka á Carmelites Guesthouse, rétt við Manniken Pis á €110 og á Art de Sejour á sömu slóðum á €140. Einnig má líta á stærri hótel, Esperance á €115 eða Residence Les Ecrins aðeins lengra frá, á €100. Fortíðarþrá mín leiðir mig til borðs á Aux Armes des Brussels að éta þríréttað með kræklingapottrétti á €40. Enn betri matstaðir eru Comme Chez Soi á €150 og Sea Grill á €120, en þá er maður kominn upp í Michelin-verðlag. Kíkið á ódýrari Fin de Siecle, Ogenblik, Belle Maraichere og Switch. Góða ferð.