Valkvíði hjá krötum

Punktar

Gott, að frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins fær mótframboð til formennsku í Samfylkingunni. Árni Páll Árnason er enginn krati, en það er Guðbjartur Hannesson hins vegar. Árni Páll er banksteravinur hinn mesti eins og kom í ljós í ráðherratíð hans. Guðbjartur er hins vegar smælingjavinur og virkar traustur, hvort sem það telst til formannshæfni eða ekki. Árni Páll fer með Samfylkinguna beina leið í faðm Flokksins, kvótagreifa og fjármálasnillinga, en Guðbjartur er líklegri til að leita samstarfs til vinstri. En kannski eru flokksmenn svo uppteknir af Evrópu að þeir víkja öðru amstri til hliðar.