Valdafíkn vonkeisara

Punktar

Amnesty segir margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum ala á ótta við hryðjuverk og grafa undan mannréttindum. Það er gert til að efla framkvæmdavaldið og koma upp keisarastjórnum, samanber Pútín, Bush og Blair. Hættan er minni en spunakerlingar og fjölmiðlar segja. Með því að mála skrattann á vegginn grafa vonkeisarar undan lögfestu og mannréttindum og fara í staðinn að eigin geðþótta. Þeir sá fræjum ofbeldis og átaka. Flestir reyna þeir að efla her og öryggissveitir. Mest ber á breytingunni í Kína og Rússlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig er reynt að hervæða Ísland sérsveitum.