Valafell

Frá fjallaskálanum í Áfangagili um Tagl og Valagjá að Landmannaleið.

Valagjá er risavaxin sprengigjá í stefnunni norðaustur-suðvestur, sem skerst inn í Valahnúk. Þarna eru úfið hraun og skarpir litir.

Förum frá fjallaskálanum í Áfangagili til norðvesturs norður fyrir Valafell og síðan austur að Tagli. Þaðan suðaustur að þverleið í Valagjá. Förum þá leið suðvestur um Valagjá í 500 metra hæð og síðan áfram suðvestur og síðast vestur á Landmannaleið undir Valahnjúkum.

23,5 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Áfangagil: N64 06.051 W19 34.499.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Hraunin, Rangárbotnar, Rauðkembingar, Fjallabaksleið nyrðri, Sauðleysur, Dyngjur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort