Vaknið þið kjósendur

Punktar

Nú fara að verða síðustu forvöð að ráðast gegn völdum bófaflokksins. Sigríður Andersen fokkar alþingi með að setja ýmsar reglugerðir framhjá lögum og rétti. Fyrsta skrefið í átt að tilskipana-ræði að hætti arfakónga fyrri alda. Hér og þar er reynt að spilla ríkisrekstri með að hlutafélaga hann fyrst og einkavæða síðan. Sjáið spil Isavia í Leifsstöð. Rætt er um að gefa reksturinn í hendur einkavina. Sjáið hegðun Póstsins, ber aðeins út póst annan hvern dag og hækkar burðargjöld. Berið saman ríkisreknar lestir í Frakklandi og einkavæddar lestir í Bretlandi. Þjófræði auðgreifa er óseðjandi og setur okkur öll í klafa. Vaknið þið kjósendur.