Vaknaði í Undralandi

Punktar

Mér brá, er ég horfði á sjónvarpsfréttir í gærkvöldi. Menntaráðherra talaði eins og fáviti. Sagði milljarða lækkun auðlindarentu á ári ekki hafa teljandi áhrif á ríkissjóð. Ekki þyrfti að gera ráð fyrir því í bókhaldinu. Líklega telur hann kjósendur og áheyrendur vera fávita. Og fréttamaðurinn hagaði sér líka eins og fáviti. Spurði ekki, hvernig milljarðar fykju bara út í buskann og Illugi Gunnarsson gæti bara yppt öxlum. Erum við fullkomlega hröpuð niður í hliðarveröld? Er Ísland orðið samfellt Undraland, þar sem hoppandi héri og spiladrottning setja reglur efir geðþótta? Hvenær vaknar Lísa í Undralandi?