Vakinn til að sofna

Punktar

Er ég lá á Landspítalanum, var ég vakinn upp nýsofnaður til að taka svefnlyf. Það þótti mér fyndið. Þangað til ég skildi málið. Minn hefðbundni svefntími var 22-04. Ófært var, að ég héldi vöku fyrir öðrum sjúklingum eldsnemma að morgni. Hafði ekki heldur orku til að fara af eigin rammleik inn í setustofu. Var þar að auki of ruglaður til að lesa þar eða nota tölvuna. Í svona þröngri stöðu var aðeins ein leið. Landspítali er risavaxin stofnun, sem byggir á, að allt gerist fyrirsjáanlega og reglubundið. Ég féll frá andstöðu minni við lyfin. Lét mér vel líka, að vera vakinn til að taka inn svefnlyf. Föst kerfi geta haft gildi.