Vafasamt Byrgi

Punktar

Þótt deildar meiningar séu um aðferðir Kompáss, er að minnsta kosti ljóst, að Byrgið hefur verið rekið af hroka manna, sem telja sig ekki þurfa að fara eftir lögum og reglum. Ennfremur er ljóst, að ríkisvaldið hefur ekki sinnt lögbundnu hlutverki, þótt það hafi árum saman vitað, að ekki var þar allt með felldu. Í þriðja lagi er ljóst, að trúarofsi er ekki viðurkennd leið til að lækna fíkniefnaneytendur. Í fjórða lagi segir reynslan, að menn með sterkan persónuleika í hlutverki frelsarans, missa stundum sjónar á mismuninum á réttu og röngu, verða sölumenn snákaolíu. Eða verri.