Vænisýki ráðherrans

Punktar

Financial Times skúbbaði kröfum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eins og góðir fjölmiðlar reyna að gera. Blaðið sagði sannleikann. Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra sér ill öfl að baki. Einhverjir ónafngreindir séu að koma höggi á samningana. Með því að segja satt. Álit ráðherrans er sjúkdómurinn vænisýki, paranoja. Björgin hefur síðan aftur talað um ill öfl ónafngreind úti í Evrópu, sem reyni með leka að bregða fæti fyrir íslenzk stjórnvöld. Ekki nefnir hann, hver myrkraöflin séu og hvaða fólk sé þar að verki. Sem segir raunar satt. Þarf Björgvin ekki að fara að passa sig?