Vænisýki í Hafnarfirði

Punktar

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði óskaði eftir og fékk lista yfir þá, er höfðu hringt í tiltekið númer hjá bænum á sex klukkustunda tímabili. Starfsmaður bæjarins fór yfir listann og fann engin númer. Þegar málið komst í hámæli, baðst hvorki bæjarstjórinn né meirihluti bæjarstjórnar afsökunar. Bæjarstjórinn sagði bara, að þessi ósk og þessi afhending hefði ekki átt sér stað. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynda meirihlutann í Hafnarfirði. Þung vænisýki gekk þar á bæ og voru bæjarfulltrúar minnihlutans grunaðir um upphringingu. Athyglisvert er, að Björt framtíð átti aðild að þessum skrítnu njósnum, er ekkert leiddu í ljós.