Efri deild rússneska þingsins samþykkti eftir jól lög gegn samtökum áhugafólks, þar sem ríkisvaldinu er heimilað að loka skrifstofum þeirra. Leyniþjónusta Rússlands telur eins og ríkisstjórn Íslands, að vondir aðilar stjórni kontórum á borð við mannréttindaskrifstofur. Leyniþjónustan telur líka, að samtök áhugafólks reyni að efna til stjórnarbyltingar. Undir stjórn fyrrverandi leyniþjónustuforingja, Vladimír Pútins, er Rússland á hraðri leið frá lýðræði aftur til fyrri stjórnar leyniþjónustunnar á lífi fólksins í landinu. Hinn nýi Stalín mun staðfesta lögin upp úr áramótunum.
