Vælandi ráðleysingjar

Punktar

Geir Haarde og Davíð Oddsson eru hvor sem annar. Davíð vælir yfir aðför útlendra braskara að krónunni. Geir vælir yfir umtali í fjölmiðlum. Á fundi Samtaka atvinnumlífsins í gær sagði hann: “Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með haft neikvæð áhrif.” Þetta eru óhæfir menn með engar lausnir, ekki einu sinni tillögur um ferli. Geir er þar á ofan svo firrtur, að hann fer í einkaþotum um heiminn meðan þjóðin reytir hár sitt. Geir flýgur, krónan fellur, vextir bólgna, benzín hoppar, matur klifrar. Hvorki Geir né Davíð gera neitt, er getur róað fólk.