Vægir dómar

Fjölmiðlun

Dómar Kaupþingsmanna eru vægir, þótt sumir fjölmiðlar segi þá þunga. Skýringar vantar með þessu mati fjölmiðlunga, enginn samanburður á Lalla Johns og Sigurði Einarssyni. Dómarnir snúast um stjarnfræðilegar upphæðir, en ekki um bjórkippur eins og dómarnir yfir Lalla. Bernard Madoff fékk 150 ára dóm í Bandaríkjunum fyrir fjárglæfra. Hvað mundi Fréttablaðið kalla slíkan dóm. Hæstaréttardómarnir í gær voru vægir. Sendu þó skilaboð um, að það kosti að setja þjóðfélagið á hvolf. Því er hægt að sætta sig við dómana, en þungir verða þeir seint taldir. Og túlkanir eiga ekki heima í fréttum, aðeins í útskýrðum fréttaskýringum.