Fólk talar um Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson sem hina miklu örlagavalda blöðruhagkerfis tveggja áratuga fyrir hrun. Í skugga þeirra fellur Valgerður Sverrisdóttir, einn mesti ódráttur íslenzkra stjórnmála. Hún hefur ekkert lært og engu gleymt, samkvæmt helgarviðtali í DV. “Vá, er þetta leyfilegt” hugsaði hún upphátt, þegar hún gekk út af kvikmynd Andra Snæs Magnasonar um Draumalandið. Enn sagði Valgerður í viðtalinu: “Það er ekkert grín að þetta skuli vera leyfilegt.” Valgerður er enn þeirrar skoðunar, að banna hefði átt andstöðuna við orkuverið við Kárahnjúka. Þannig hugsar einn ráðherra Davíðs.
