Hugtakið einelti hefur víkkað síðustu árin. Opinberar persónur eru farnar að kvarta um einelti. Embættismenn og nú síðast pólitíkusar. Ögmundur Jónasson segir meinlausan tölvupóst Ólínu Þorvarðardóttur fela í sér, að hún leggi Lilju Mósesdóttur í einelti. Það er stutt á fésbókinni. Þar er líka kvartað um, að fjölmiðlar leggi í einelti þá þingmenn vinstri grænna, sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga. Felst einelti í að segja Atla Gíslason vera meira í fríi en aðrir þingmenn? Felst einelti í að segja, að Ásmundur Einar Daðason hafi logið um hagsmunatengsli sín. Fyrir mér er þetta ný túlkun á einelti.