Útvíkkað einelti pólitíkusa

Punktar

Hugtakið einelti hefur víkkað síðustu árin. Opinberar persónur eru farnar að kvarta um einelti. Embættismenn og nú síðast pólitíkusar. Ögmundur Jónasson segir meinlausan tölvupóst Ólínu Þorvarðardóttur fela í sér, að hún leggi Lilju Mósesdóttur í einelti. Það er stutt á fésbókinni. Þar er líka kvartað um, að fjölmiðlar leggi í einelti þá þingmenn vinstri grænna, sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga. Felst einelti í að segja Atla Gíslason vera meira í fríi en aðrir þingmenn? Felst einelti í að segja, að Ásmundur Einar Daðason hafi logið um hagsmunatengsli sín. Fyrir mér er þetta ný túlkun á einelti.