Útfærsla gamals húsráðs

Megrun

Kaloríutalning og matardagbók eru í rauninni bara nákvæm útfærsla á gömlu húsráði. Það segir þér að borða þrisvar á dag, fá þér einu sinni á diskinn og ekkert milli mála. En “einu sinni á diskinn” er teygjanlegt hugtak. Ég fór á veitingahús í gær og fékk bleikju. Heima hefði ég matreitt bleikjuna upp á 500 kaloríur. Á matstaðnum jóðlaði rétturinn í olíu og kartöflurnar voru í stöppu. Ég reiknaði réttinn upp á 800 kaloríur, sem er anzi mikið. Þannig er einn diskur ekki sama og einn diskur. Að fá sér bara einu sinni á diskinn getur verið alltof mikið, ef þú stýrir sjálfur ekki matreiðslunni.