Út og suður landsdómur

Punktar

Landsdómurinn yfir Geir H. Haarde reyndist út og suður eins og búast mátti við eftir út og suður yfirheyrslur. Geir er ósáttur, sem sýnir, að hann bar skarðan hlut frá borði. Samt var hann sýknaður af flestum ákæruliðum, hvorki gerð refsing né gert að greiða sakarkostnað. En dómurinn segir hann hafs trassazt í hlutverki forsætis og það stendur. Væntanlega fer hann ekki aftur fram í pólitík og það er gott. Málið gaf þjóðinni litlar upplýsingar umfram það, sem áður hafði birzt í sannleiksskýrslunni. Mættum við þó svo að lokum heyra hlátur Geirs, sem hann talaði um. En afgreiðslu á þætti pólitíkusa í hruninu er lokið.