Urrað til málamynda

Punktar

Kosningar til þings Alþýðusambandsins eru í vændum. Yfirmenn þessarar deildar atvinnurekenda telja rétt að urra pínulítið. Vilja komast klakklaust gegnum þessar kosningar til að halda áfram að þjóna undir eigendur Íslands. Það eru atvinnurekendur, einkum kvótagreifar, sem reka tvo stjórnmálaflokka, þá sem nú mynda ríkisstjórn. Vinnslustöðvagreifar eiga svo hlut í öðrum þeirra, Framsókn. Kjaraviðræður Alþýðusambandsins við þessa aðila eru sýndarmennska, Forseti ASÍ deilir heimssýn með bófunum. Samstarfið er síðan grunnmúrað í lífeyrissjóðum og fjárfestingarfélögum þeirra. Urrið í ASÍ þessa dagana er helber sýndarmennska.