Hagkerfi nútímans kemur hart niður á lægri miðstéttum. Taxtakaup er svo lágt, að sumt vinnandi fólk er í taprekstri; kassadömur, sjúkraliðar, færibandafólk. Verðbólga rotar slíkt fólk. Erlendar kannanir sýna, að þeim fjölgar, sem búast við lakari afkomu. Erfið staða festist í ættum, því að samfélagið stirðnar í skorðum. Væntingar hafa hrapað um framtíð barnanna. Háskólapróf dugar ekki lengur. Við höfum lengi séð þetta í Bandaríkjunum, en vofa auðhyggjunnar er einnig komin til Evrópu. Unga fólkið verður ekki ánægt með þetta. Fyrr eða síðar kemur til uppreisnar gegn auðhyggjunni.