Uppnefndur pilsfaldur

Punktar

Nýjasta newspeak bófaflokkanna í ríkisstjórn er „fyrirsjáanleiki“, sem áður hét pilsfaldur ríkisins eða pilsfaldakapítalismi. Það er sú séríslenzka andúð á frjálsum markaði, sem lýsir sér í, að ríkið skuli tryggja gróðafíklum gróðann. Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra segir, að fyrirsjáanleiki sé nauðsynlegur í því, sem áður hét kvótasetning. Núna heitir hún „hlutdeildarsetning“, samkvæmt newspeak. Kvótagreifarnir, sem kosta og eiga bófana og bófaflokkana tvo, hafa lengi hatað frjálsan markað meira en nokkurt annað fyrirbæri. Til þess að leyna sínum sósíalisma andskotans tala bófarnir newspeak á borð við fyrirsjáanleika.