Upplýsingar um afskriftir

Punktar

Eygló Harðardóttir og meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis eru á réttu róli í gegnsæi. Vilja birta upplýsingar um afskriftir lána á vef Ríkisskattstjóra. Þau setja bara of hátt viðmið, að afskriftirnar nemi yfir hundrað milljónum króna. Vilji þingmenn hlífa almenningi, er nóg að setja gólfið við tíu milljón króna afskriftir. Venjulegur Jón fær ekki einu sinni svo mikið í sinn hlut. Allar afskriftir umfram tíu milljónir eru afskriftir af skuldum stórlaxa, séra Jóns. Með því að lækka gólfið niður í þá tölu væri lengra gengið í að efla gegnsæi og eyða tortryggni í illa löskuðu samfélagi.