Upphaf endalokanna

Punktar

Þegar þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna tók við forræði samninga við íslenzka utanríkisráðuneytið um landvarnir Íslands og rekstur Keflavíkurvallar, for forræðið frá þeim aðila, sem hefur gælt við gott samband við Ísland, í hendur froðufellandi hægri manns, sem hafnar, að Bandaríkin hendi peningum í erlend sníkjudýr. Því ber nú svo mikið á milli í viðræðunum, að Albert Jónsson og félagar urðu að flýja frá Washington um daginn. Nú dugir ekki að væla í Washington. Herinn fer, af því að Bandaríkin vilja losna við Ísland.