Upphækkaðir jeppar Sturlungu

Hestar

Gaman að lesa grein Helga Þorlákssonar um búsetu höfðingja á Sturlungaöld. Í nýjum árgangi Sögu. Valdamiðstöðvar fluttust frá nálægð við hafnir til miðra héraða nálægt vöðum. Oddi, Skálholt, Hruni, Reykholt, Stafholt, Sauðafell, Víðimýri, Flugumýri og Grund urðu valdamiðstöðvar. Í Sturlungu eru vöð afar mikilvæg, þar safnaðist fólk saman. Hruni er miðja vega milli Nautavaðs á Þjórsá og Kópsvatnseyra á Hvítá. Ámótsvað á Hvítá, fundarstaður í Sturlungu, er í kallfæri við Reykholt, Stafholt og Bæ. Víðimýri og Flugumýri kallast á yfir vöð á Héraðsvötnum. Hestar voru upphækkaðir jeppar þess langferðatíma.