Uppákomur duga skammt

Punktar

Komið er í ljós heima og erlendis, að skammvinnur er árangur af mótmælafundum, göngum, og þvílíku uppistandi. Sjaldan er þátttakan svo mikil að pólitíkusar verði hræddir og þá aðeins til skamms tíma. Fljótt fer allt í sama farið og fólk hefur ekki úthald í stöðuga atburði. Það vantar að tengja þetta við stöðuga og sterka kröfu um innleiðingu nýrrar hagfræði, fræði Chomsky og Piketty. Hagfræði fyrir þarfir almennings komi stað hagfræði fyrir 1%, auðgreifana. Nýja hagfræði sem segir, að græðgi sé ekki góð og brauðmolar falli ekki af borðum auðugra. Þeir sogast bara til Tortola. Nýfrjálshyggjan er að deyja. Ný hagfræði tekur við.