Upp og ofan

Punktar

Strax var ég andvígur ríkisstjórn George W. Bush og Kárahnjúkavirkjun, en almenningsálitið kom löngu síðar. Lengur hef ég beðið eftir áliti fólks á Evrópusambandinu, sem ég hef lengi stutt, og á gegnsæju lýðræði, sem fólk óttast enn. Þannig hefur sumt gengið vel af mínum málum, annað staðið í stað. Verst þykir mér, að heilar stofnanir vinna gegn lýðræði, einkum Persónuvernd og héraðsdómstólar, sem skilja ekki, að skriffinnaveldi er annað en lýðræði. Aðeins algert gegnsæi getur fært okkur lýðræði, til dæmis gegnsæi í meðferð fjármuna í stjórnmálum og fyrirtækjum.