Mikill ungbarnadauði einkennir Bandaríkin umfram önnur auðríki heims. Ríkasta land í heimi hefur ekki efni á að tryggja nýfæddum börnum öruggt umhverfi, þegar hættan er mest. Dauðinn stafar af velferðarskorti þjóðar, sem telur hvern vera sjálfum sér næstan. Bandaríkjamenn skora hæst þjóða heims í þjóðartekjum á mann og hafa dýrasta heilbrigðiskerfi heims, en bjóða ekki sama heilsuöryggi og Vestur-Evrópa. Af þessum ástæðum er erfitt að taka alvarlega tillögur um, að Ísland geri Bandaríkin að leiðtoga lífs síns.
