Undarlegur félagsskapur

Punktar

Hver vill vera í félagi, þar sem endurskoðendur neita árum saman að undirrita ársreikninga? Hver vill vera í félagi, þar sem kjörnir fulltrúar eru næsta valdalausir, mega ekki einu sinni semja frumvörp? Hver vill vera í félagi, þar sem embættismenn einir mega semja lagafrumvörp? Hver vill vera í félagi, þar sem embættismenn flytjast yfir í þrýstihópa að starfi loknu? Hver vill vera í félagi, þar sem leikreglur lýðræðis eru í miklum mínus? Hver vill vera í félagi, sem kjósendur hafa nánast engan áhuga á? Þið hafið vafalaust komizt að raun um, að ég er að tala um Evrópusambandið.