Undarleg ást í leynum

Punktar

Er fyrirmunað að skilja, hvers vegna utanríkisráðuneytið berst um á hæl og hnakka fyrir TISA leynisamningnum. Felur í sér jafnstöðu risafyrirtækja við fullvalda ríki.  Og skaðabótaskyldu þeirra ríkja, sem hunza vilja fyrirtækjanna. TISA/TTIP/TTP leynisamningarnir eru geðveiki út í gegn. Fulltrúi ráðuneytisins á fundinum í Norræna húsinu vissi fátt í sinn haus. Skrifstofustjóri utanríkis ruddist því fram, settist við ræðustólinn og reyndi án árangurs að taka fundinn yfir. Þetta var bíó. Mér sýnist líklegast, að þarna sé spilling að baki. Bæði í Evrópu og Bandaríkjunum hafa þúsundir atvinnu af að draga kontóristana á tálar.