Umskurður verði bannaður

Punktar

Almennt endar réttur eins þar sem réttur annars byrjar. Því höfum við samfélag, er oftast virkar. Taka ber rétt ómálga barna fram yfir rétt foreldra, til dæmis til að halda uppi fornum siðum úr eyðimörkinni. Börn geta ákveðið, þegar þau eru hætt að vera táningar, hvort þau vilji láta umskera sig. Umskurður er líkamleg árás á einstakling, sem ekki getur lagt neitt til málanna. Hér er engin hefð fyrir slíkri árás. Þess vegna er réttmætt að banna umskurð allra barna hér á landi að viðlögðum sektum og fangelsi. Við þurfum ekki að hafa afskipti af hefðum í miðaldaríkjum múslima og gyðinga, en við eigum ekki að hleypa inn glæpahefðum.