Umpólaður tækifærisflokkur

Punktar

Um miðjan marz samþykkti flokksþing Framsóknar aðildarviðræður að Evrópu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Einungis með umboði frá meirihluta Alþingis. Um miðjan júli berst þingflokkur Framsóknar með kjafti og klóm gegn aðildarviðræðum án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Umboð Alþingis og flokksþings nægir flokknum ekki lengur. Hefur umpólast á fjórum mánuðum. Er þó formaðurinn hinn sami núna og hann var þá. Dæmigerð Framsókn gamalla tíma. Nakin tækifærismennska hefur löngum verið höfuðeinkenni flokksins. Nýi formaðurinn hefur gert hana að leiðarljósi síns pólitíska ferils.