Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vilja meiri áherzlu á umhverfisvernd samkvæmt skoðanakönnun Gallup. Þeir skiptast hnífjafnt í þá, sem vilja nokkuð meiri umhverfisvernd að hætti Samfylkingarinnar, og þá, sem vilja miklu meiri umhverfisvernd að hætti vinstri grænna. Aðeins fjórðungur telur umhverfisvernd hæfilega hér á landi. Umhverfisást okkar lýsir sér ekki til fulls í fylgi þessara flokka, því að margir kjósendur Sjálfstæðisflokks eru umhverfissinnar, en taka ýmis atriði í gerðum flokks og ríkisstjórnar fram yfir gerðir hans í stórvirkjunum og stóriðju .
