Orkuveitan þykist vera voða græn. Hún ber sér á brjóst í dýrum auglýsingum fyrir að kolefnisjafna bíla sína og starfsmanna sinna. Það gerir hún með greiðslum til skógræktar á vegum Kolviðar. Henni væri nær að skammast sín fyrir framgöngu sína gegn náttúru Íslands. Ég þreytist ekki á að furða mig á risavöxnum leiðslum, sem Orkuveitan hefur lagt við þjóðveg eitt milli Kolviðarhóls og Gráuhnjúka. Þær liggja ofanjarðar til að spara peninga og auðvelda Orkuveitunni að niðurgreiða orku til stóriðju. Fyrirtæki, sem stundar svona brútalisma, getur ekki barið sér á brjóst í umhverfismálum.
