Loksins er spurt um áhrif á umferð. Bæjarstjórn Garðabæjar efast um, að einræðisherra Kópavogs hafi metið áhrif nýs hverfis í Glaðheimum á umferðaræðar. Til skamms tíma hafa bandalög verktaka og sveitarstjórna gengið hart fram án nokkurs tillits til umferðar. Einkum er þetta áberandi í Kópavogi og var áberandi í Reykjavík meðan Reykjavíkurlistinn réði. Skipulagt var hverfi ofan á Mýrargötu við höfnina og nú á að skipulegga hverfi úti í sjó við Örfirisey. Steininn tekur þó úr við Höfðatún, þar sem skipulagt hefur verið skrímsli á stærð við Hallgrímskirkjuturn.
