Úlfkelshöfði

Frá Þórormstungu í Vatnsdal að vegamótum á Helluvörðuhálsi norðan Friðmundarvatns.

Þórormstunga er sögufrægur staður. Þar bjó á landnámsöld Þórormur, fóstri Þorkels kröflu. Um miðja 19. öld bjó þar Jón Bjarnason hinn stjörnufróði, sem fylgdist með gangi himintungla og samdi dagatöl.

Förum frá Þórormstungu austsuðaustur Kárdal og á Vaglabungu. Síðan austsuðaustur um Vaglaháls og austur á Úlfkelshöfða í 440 metra hæð. Loks austur að vegamótum á Helluvörðuási.

14,2 km
Húnavatnssýslur

Jeppafært

Nálægar leiðir: Dalsbunga, Forsæludalur, Þverflár, Öldumóða, Friðmundarvatn, Forsæludalur, Gilsárvatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort