Tyrkland úr Nató

Punktar

Fyrir aldarfjórðungi var Tyrkland fyrirmynd múslimaríkja. Veraldlegt ríki, sem skildi sig frá trúarbrögðum. Istanbul var evrópsk að yfirbragði og innihaldi. Með innreið Erdoğan forseta umturnaðist ríkið á verri veg. Sjálfur er hann illa geðbilaður, hefur höfðað 1845 meiðyrðamál fyrir móðgandi gagnrýni. Á eftir að versna, ef vesturveldin vernda hann áfram fyrir veruleikanum. Tyrkland er á hraðferð til miðalda. Kvenréttindi hrynja. Barnagiftingar og fjölkvæni magnast. Verst er vænisýki stjórnvalda, gagnrýni er talin fela í sér landráð. Erdoğan er verri óvinur vesturlanda en Arabíu-Sádar. Brýnt er að reka Tyrkland úr Nató.