Tyrkjasæla í smáréttum

Veitingar

Meze kom þægilega á óvart. Tyrkneska veitingahúsið við Laugaveg 42 bauð góðan mat, sambærilegan við góðu matarhúsin í Istanbul. Jafnvel góðan fisk dagsins, þótt ekki jafnist á við framboðið á fiskhúsum miðborgarinnar. Hádegistilboð 1890 krónur, aðalréttir um 3000 krónur á kvöldin og smáréttirnir, meze, 1000 krónur. Þrír smáréttir eru ein máltíð. Þarna eru þekktir tyrkjaréttir, Dolma, Mousakka, Köfte, Börek og Sish Kebab. Vantar þó þjóðlega rétti úr soldánska eldhúsinu, sem Tyrkir telja merkast í heimi. Þorskur dagsins var sennilega frosinn, en þó nærfærnislega eldaður. Fín þjónusta líka, ketilkaffi frábært.