Sarkozy féll í Frakklandi og fylgið hrundi af flokkum Samaras og Papandreou í Grikklandi. Forseti Frakklands verður Francois Hollande, sem efast um sparnaðarstefnu Evrópusambandsins. Í Grikklandi eru komnir til skjalanna nýir þingflokkar, sem eindregið hafna samningunum við fjölþjóðastofnanir um meðferð skulda Grikklands. Ríkjandi kerfi Evrópu hefur beðið mikinn hnekki í tvennum kosningum í dag. Erfitt er spá um framvinduna. Ljóst er þó, að efnahagsstjórn færist fjær sparnaði yfir í innspýtingu. Það mun hafa slæm áhrif á gengi evrunnar og draga úr ofurvaldi Þýzkalands í Evrópusambandinu.
