Tvöfaldur hvalreki

Punktar

Hvalreki er, þegar Lonely Planet ferðaútgáfuveldið velur Reykjavík og Ísland sem mest spennandi ferðastaði ársins 2012. Einnig var það hvalreki, þegar tímaritið National Geographic valdi Ísland sem mest spennandi ferðastaðinn árið 2012. Lonely Planet komst að sinni niðurstöðu með því að bjóða lesendum að kjósa um áfangastaði. Að baki hvalrekanna er feiknarleg undiralda, sem mun skila sér í tugmilljörðum króna á næsta ári. Síðan verður eftirleikur, sem mun endast í fjölmörg ár. Fundin er atvinnugrein, sem mun standa undir aukinni atvinnu þjóðarinnar næstu árin. Án risavaxinna fjárfestingarskulda.