Tvö slæm formannsefni

Punktar

Kristján Þór Júlíusson er fulltrúi útgerðar- og kvótakónga í innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Þjóðin kann þessum greifum litlar þakkir fyrir að hafa náð af henni auðlind hafsins og veðsett hana útlendingum. Ég held, að hann verði slæmur formaður Flokksins. Keppinautur hans er Bjarni Benediktsson, sem er inngróinn og sérvalinn formaður flokkseigenda. Hann er fulltrúi gamla peningavaldsins í Flokknum. Hann verður líka slæmur formaður. Munur þeirra tveggja er, að Bjarni er opnari fyrir Evrópusambandinu. En það er því miður eitraður þáttur stjórnmálanna um þessar mundir, Bjarna ekki til velfarnaðar.