Tvö pólitísk lík

Punktar

Örvænting Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vex með hverjum mánuði, sem styttist til kosninga. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er farinn að milda andstöðuna við einkabílinn. Þá er farið viðamesta kosningamál Flokksins. Örvæntingin gengur svo langt, að farið er að tala um að sækja Davíð heitinn upp í Hádegismóa. Svipað ástand er hjá restinni af Framsókn, sem skiptist í tvennt milli tveggja valkyrja með og móti múslimum. Örvæntingin gengur svo langt, að farið að tala um að fá sjálfhverfa siðblindingjann aftur frá Tortóla. Fari þessi tvö pólitísku lík í framboð í Reykjavík, má fullyrða um langlífi núverandi meirihluta í borginni