Tvö hryllingstákn

Punktar

Í eðli sínu frá gamalli tíð eru framsóknarmenn ekki sams konar illvirkjar og sjálfstæðismenn. Að baki þjóðrembunnar eru leifar af gamaldags samvinnuhugsjón fyrri tíma, blandaðri gamaldags spillingu. Af sögulegri tilviljun keypti hægri silfurskeiðungur flokkinn, þar sem hann lá fylgislaus í sárum eftir helreið Halldórs Ásgrímssonar kvótagreifa. Einnig af sögulegri tilviljun er með í för óðamála illmenni og bjálfi sem formaður fjárlaganefndar. Sigmundur Davíð og Vigdís Hauksdóttir valda því, að heiðarlegir borgarar geta ekki snert Framsókn með töngum. Í kosningunum verða þau hryllingstákn fordjörfunar flokksins.